Fyrsti Íslendingurinn undir tvær mínútur

Snæfríður Sól Jórunnardóttir setti Íslandsmet í dag.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir setti Íslandsmet í dag. Ljósmynd/Sziliva Micheller

Snæfríður Sól Jórunnardóttir skráði sig í sögubækurnar í dag er hún varð fyrsti Íslendingurinn til að synda 200 metra skriðsund á undir tveimur mínútum.

Sundkonan setti glæsilegt Íslandsmet er hún synti vegalengdina á 1:59,75 mínútu á Vestur-Danmerkurmótinu. Gamla metið var 2:00,20, en það setti hún á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Snæfríður kom fyrst í mark í sundinu og gat því fagnað gullverðlaunum og Íslandsmeti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert