Kolbeinn var 1/100 frá sæti í undanúrslitum

Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ítalinn Samuele Ceccarelli á fullri ferð …
Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ítalinn Samuele Ceccarelli á fullri ferð í 60 metra hlaupinu í Istanbúl í morgun. AFP/Yasin Akgul

Kolbeinn Höður Gunnarsson var örskammt frá því að komast í undanúrslitin í 60 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Istanbúl á morgun.

Kolbeinn hljóp á 6,73 sekúndum og var því aðeins 5/100 úr sekúndu frá Íslandsmetinu sem hann setti í janúar en það er 6,68 sekúndur.

Hann varð fimmti í sínum riðli en fjórir efstu komust áfram úr hverjum riðli ásamt þeim fjórum sem voru með bestu tímana þar á eftir.

Kolbeinn var eins nálægt því að komast í undanúrslitin og mögulegt var, eða 1/100 úr sekúndu, því tveir síðustu inn í undanúrslitin hlupu á 6,72 sekúndum og fjórði maður í síðasta riðlinum fékk sama tíma og Kolbeinn, eða 6,73 sekúndur.

Aðeins þrettán þeirra 24 sem komust áfram voru á betri tíma en Íslandsmet Kolbeins og hann endaði í 26. sæti í hlaupinu, af 37 keppendum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert