Snæfríður Sól Jórunnardóttir sló sitt annað Íslandsmet í dag er hún synti 100 metra skriðsund á 55,61 sekúndu. Bætti hún 14 ára gamalt met Ragnheiðar Ragnarsdóttur.
Snæfríður setti metið þegar hún synti fyrsta sprett í 4x100 metra skriðsundi í boðsundi á Vestur-Danmerkurmótinu í dag. Sveit Snæfríðar fagnaði sigri á mótinu.
Íslenska sundkonan gæti sett sitt þriðja Íslandsmet á einni helgi þegar hún syndir 100 metra skriðsund í einstaklingskeppni á morgun.