Anton Sveinn McKee hefur undanfarna daga tekið þátt í Tyr mótaröðinni í Fort Lauderdale í Bandaríkjunum.
Anton Sveinn synti í nótt 200 metra bringusund á tímanum 2:10.86 og varð í öðru sæti. Anton fékk hörkukeppni í sundinu en sigurvegarinn var Bandaríkjamaðurinn Will Licon á tímanum 2:10.77
Besti tími Antons er 2:08,74 sem hann synti á heimsmeistaramótinu í Búdapest síðasta sumar.
Sundkappinn kemur heim í lok mars og tekur þátt í Íslandsmeistaramótinu hér heima, 1.-3. apríl í Laugardalslaug.