Kristrún Guðnadóttir, margfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu, náði í dag besta árangri sem kona hefur náð frá upphafi í Vasaloppet-keppninni í Svíþjóð.
Kristrún kom í mark á 4:45,11 klukkutímum. Var hún í liði með Tord Gjerdalen, sem á besta tíma allra í göngunni frá upphafi, sem hann náði árið 2021.
Emilie Fleten frá Noregi kom fyrst í mark í göngunni á 4:04,08 klukkutímum og landa hennar Silje Öyre varð önnur, rúmum tveimur mínútum á eftir.