Fyrsti sigurinn frá árinu 2015

Gerpla er Íslandsmeistari í fyrsta sinn frá árinu 2015.
Gerpla er Íslandsmeistari í fyrsta sinn frá árinu 2015. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi um helgina í umsjón Íþróttafélagsins Gerplu.

Í meistaraflokki kvenna var hörð og skemmtileg keppni milli Gerplu og Stjörnunnar þar sem Stjarnan átti titil að verja.

Að lokum varð það lið Gerplu sem bar sigur út býtum í fyrsta sinn síðan árið 2015, liðið fékk 51.300 stig, í 2.sæti varð lið Stjörnunnar með 48.300 stig og í því þriðja lið ÍA með 40.500 stig.

Í karlaflokki sigraði lið Stjörnunnar með 46.150 stig og í flokki blandaðra liða sigraði Gerpla með 40.050 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert