Heimsmeistarinn vann fyrstu keppni ársins

Max Verstappen kemur fyrstur í mark í dag.
Max Verstappen kemur fyrstur í mark í dag. AFP/Andrej Isakovic

Heimsmeistarinn Max Verstappen fer vel af stað í Formúlu 1 á árinu, því hann vann fyrstu keppni ársins í Barein í dag. Kom hann 12 sekúndum á undan Sergio Pérez, liðsfélaga sínum hjá Red Bull í mark.

Charles Leclerc á Ferrari var í þriðja sæti, þegar Ferrari-bifreið hans bilaði og féll hann því úr leik. Þess í stað hafnaði Fernando Alonso í þriðja sæti, en hann ekur á Aston Martin í ár.

Carlos Sainz á Ferrari varð fjórði og Lewis Hamilton á Mercedes sá fimmti. Þar á eftir kom Lance Stroll á Aston Martin og George Russell á Mercedes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert