Tvöfaldur sigur Aftureldingar

Frá kvennaleik Aftureldingar og Þróttar.
Frá kvennaleik Aftureldingar og Þróttar.

Afturelding og Þróttur úr Fjarðabyggð mættust í úrvalsdeildum karla og kvenna að Varmá í Mosfellsbæ í gær og hafði Afturelding betur í báðum leikjunum.

Í kvennaleiknum vann Afturelding sannfærandi sigur, 3:0. Hrinurnar enduðu 25:16, 25:19 og 25:23.

KA er með 28 stig, Álftanes 25, Afturelding 24, Völsungur 18, Þróttur Fjarðabyggð 14, HK 13 og Þróttur Reykjavík fjögur stig í úrvalsdeild kvenna.

Í karlaleiknum vann Afturelding fyrstu tvær hrinurnar auðveldlega, 25:18 og 25:17. Þá tóku Þróttarar við sér og unnu þriðju hrinuna 26:24. Aftureldingarmenn komu sterkir til baka, unnu þá fjórðu 25:20 og leikinn þar með 3:1.

Hamar er með 31 stig, Afturelding 26, KA 22, Vestri 17, HK 14, Þróttur Fjarðabyggð 14 og Stál-úlfur tvö stig í úrvalsdeild karla.

Nú er komið hlé á Íslandsmótinu til 21. mars þegar seinni hluti mótsins verður spilaður og keppt um deildarmeistaratitlana. Úrslitahelgin í bikarkeppninni hefst á fimmtudag með undanúrslitum en úrslitaleikir karla og kvenna fara fram í Digranesi í Kópavogi á laugardaginn.

Frá karlaleik Aftureldingar og Þróttar.
Frá karlaleik Aftureldingar og Þróttar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert