Rúnar Gauti Gunnarsson, ríkjandi Íslandsmeistari 21 árs og yngri í snóker, heldur í vikunni út til Möltu þar sem hann mun taka þátt í heimsmeistaramóti í þeim aldursflokki.
Alls eru 96 þátttakendur skráðir til leiks en Rúnar er eini íslenski keppandinn. Tryggvi Erlingsson verður þó einnig hluti af mótinu, sem dómari.
Sigurvegari mótsins fær tveggja ára þátttökurétt á atvinnumótaröðinni en þar keppa sterkustu snóker-spilarar heims. Það er því til mikils að vinna fyrir Rúnar.