Patricia Husakova úr Tennisfélagi Kópavogs og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og mjúkboltafélagi Reykjavíkur sigruðu á vormóti Tennissambands Íslands sem lauk í Tennishöllinni í Kópavogi í gær.
Þau vörðu þar titla sína frá síðasta ári en eins og í fyrra vann Patricia sigur á Garimu Nitinkumar Kalugade úr Víkingi í úrslitaleiknum í einliðaleik kvenna, 6:2 og 6:2.
Rafn Kumar vann Egil Sigurðsson í úrslitaleik í einliðaleik karla, 6:0 og 6:3.
Emilía Eyva Thygesen úr Víkingi og Raj K. Bonifacius úr Víkingi höfnuðu í þriðja sæti í einliðaleik kvenna og karla.
Garima og Rafn Kumar sigruðu Patriciu og Christopher Brass í úrslitum í tvíliðaleik, 9:5 og þeir Freyr og Kári Pálssynir úr Víkingi og TFK sigruðu Jonathan Wilkins og Thomas Beckers úr HMR í leiknum um þriðja sætið. Nánar á vef Tennissambands Íslands.