Bikarmeistararnir örugglega í úrslit

Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Hamars tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Kjörísbikarsins með því að hafa betur gegn Aftureldingu, 3:0, í undanúrslitum bikarkeppninnar í Digranesi í kvöld.

Hamar vann fyrstu hrinu 25:20, aðra hrinu 25:21 og þriðju hrinu 25:21.

Fyrr í kvöld hafði Vestri betur gegn KA, 3:1, í hinum undanúrslitaleiknum.

Hamar og Vestri mætast því í úrslitaleik bikarkeppninnar í hádeginu á laugardag. Leikurinn hefst klukkan 13 og fer fram í Digraneshöllinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert