HK í úrslit

Edda Björk Ágeirsdóttir og Arna Sólrún Heimisdóttir eru komnar í …
Edda Björk Ágeirsdóttir og Arna Sólrún Heimisdóttir eru komnar í úrslitin ásamt liðsfélögum sínum í HK. mbl.is/Árni Sæberg

HK tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Kjöríssbikarsins í blaki með því að hafa betur gegn Völsungi, 3:1, í undanúrslitum bikarkeppninnar í Digranesi í dag. 

HK vann fyrstu hrinu 25:17 en Völsungur svaraði í næstu og vann hana 25:21. 

Þriðja hrina var æsispennandi og vann HK hana með aðeins tveimur stigum, 25:23. HK-liðið var svo mun sterkara í fjórðu hrinu og vann hana 25:13, og leikinn 3:1. 

HK leikur til úrslita í Digranesi á morgun og mætir þar annaðhvort Þrótti Fjarðabyggð eða KA, sem leika seinni undanúrslitaleikinn í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert