KA léttilega í úrslitin

Jóna Margrét Arnarsdóttir, Gígja Guðnadóttir og liðskonur fóru léttilega í …
Jóna Margrét Arnarsdóttir, Gígja Guðnadóttir og liðskonur fóru léttilega í úrslitaleikinn. mbl.is/Árni Sæberg

Íslands- og bikarmeistarar KA eru komnir í úrslitaleikinn í bikarkeppni kvenna í blaki, Kjörísbikarnum, eftir sigur á Þrótti Fjarðabyggð, 3:0, í Digranesi í kvöld. 

KA vann fyrstu hrinu 25:12, aðra hrinu 25:17 og svo loks þriðju 25:16 og tryggðu Akureyringar sér öruggt sæti í úrslitaleiknum. 

KA mætir HK í úrslitum á sama stað á morgun klukkan 15:30. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert