Þriðji keppnisdagurinn í Unbroken-deildinni í uppgjafarglímu fer fram á morgun, laugardaginn 11. mars, í Mjölni.
Um er að ræða síðasta keppnisdaginn í deildarkeppninni og ræðst það því á morgun hverjir komast í úrslit, sem fara fara fram í Tjarnarbíói þann 3. Júní næstkomandi.
Keppt er í nogi uppgjafarglímu og er einungis hægt að sigra með uppgjafartaki. Keppt er í 14 mismunandi flokkum og eru rúmlega 90 keppendur skráðir til leiks.
151 glíma er á dagskrá á laugardaginn og fara glímurnar fram á fjórum völlum.
Fyrstu glímur hefjast klukkan 11 og verða þær sýndar í beinni útsendingu hér.
Mikil spenna er í deildinni og hefur Mjölnir tekið saman lista yfir mikilvægustu og áhugaverðustu glímurnar í hverjum flokki.
Mótið fer fram í húsnæði Mjölnis, Flugvallarvegi 3, og er frítt inn fyrir áhorfendur.