Guðni hafnaði í 8. sæti

Guðni Valur Guðnason.
Guðni Valur Guðnason. mbl.is/Óttar Geirsson

Guðni Valur Guðnason hafnaði í áttunda sæti í kringlukasti karla á Evrópubikarkastsmótinu í Leiria í Portúgal í dag. 

Guðni kastaði 60.94 metra og hafnaði í áttunda sæti af 15.

Mímir Sigurðsson tók einnig þátt í mótinu en hann kastaði 55,44 metra og hafnaði í 15. sætinu. 

Hilmar Örn Jónsson tók þátt í sleggjukasti karla fyrr um daginn og hafnaði í 13. sæti af 17. Hann kastaði lengst 69,27 metra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert