Hamar bikarmeistari í þriðja sinn í röð

Hafsteinn Valdimarsson, fyrirliði Hamars, lyftir bikarnum.
Hafsteinn Valdimarsson, fyrirliði Hamars, lyftir bikarnum. mbl.is/Óttar

Hamar tryggði sér í dag bikarmeistartitil karla með sigri á Vestra, 3:1, í Digranesi í Kópavogi.

Vestri mætti af miklum krafti til leiks og vann fyrstu hrinu nokkuð sannfærandi, 25:20. Vestramenn spiluðu frábærlega gegn ógnarsterku liði Hamars sem situr á toppi úrvalsdeildar karla með fimm stiga forystu.

Hamarsmenn svöruðu þó fyrir sig í annarri hrinu og unnu hana 25:19. Hamar náði 10 stiga forystu í hrinunni og unnu Hvergerðingar hana nokkuð sannfærandi þrátt fyrir að Vestri hafi aðeins lagað stöðuna.

Hamar komst svo yfir í þriðju hrinu með því að vinna hana 25:14 en yfirburðir Hamars voru miklir á þeim tíma.

Hvergerðingar tryggðu sér svo titilinn í fjórðu hrinu með 25:21-sigri, þar sem þeir komu sér í mjög góða stöðu sem dugði til sigurs, þrátt fyrir að Vestri hafi gert heiðarlega tilraun til að koma til baka.

Marcin Grasza var valinn maður leiksins en hann var stigahæstur á vellinum með 20 stig. Hjá Vestra var Franco Nicolás Molina stigahæstur með 18 stig.

Hamar er því bikarmeistari karla þriðja í þriðja sinn í röð.

Marcin Grasza, leikmaður Hamars og maður leiksins í dag, slær …
Marcin Grasza, leikmaður Hamars og maður leiksins í dag, slær boltann yfir netið í leiknum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert