KA bikarmeistari í þriðja sinn

Bikarmeistarar KA með verðlaunagripinn.
Bikarmeistarar KA með verðlaunagripinn. mbl.is/Óttar

KA er bikarmeistari kvenna í þriðja sinn eftir sigur á HK, 3:0, í úrslitaleik Kjörísbikarins í Digranesi í Kópavogi í dag. 

KA, sem er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari og situr á toppi úrvalsdeildar kvenna, var mun betra í fyrstu tveimur hrinum og vann þær sannfærandi. Þá fyrstu vann KA 25:15 og aðra 25:8. 

Það var mun meiri mótspyrna í HK-liðinu í þriðju hrinu og það leiddi á köflum leikinn. Hníjafnt var á milli liðanna, 23:23, undir lok leiksins en síðustu tvö stigin settu KA-konur og tryggðu sér 25:23 sigur og bikarmeistaratitilinn. 

Helena Kristín Gunnarsdóttir var valin leikmaður úrslitanna en hún var með 14 stig í dag og fékk sín verðlaun fyrir það.

Bikarmeistararnir Jóna Margrét Arnarsdóttir, númer 7, Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, númer …
Bikarmeistararnir Jóna Margrét Arnarsdóttir, númer 7, Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, númer 9, og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir, númer 13. mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert