Sannfærandi sigur í lokaleik deildarinnar

Hafþór Sigrúnarson skoraði tvö mörk fyrir SA og Heiðar Kristveigarson …
Hafþór Sigrúnarson skoraði tvö mörk fyrir SA og Heiðar Kristveigarson eitt fyrir SR. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Skautafélag Akureyrar vann góðan útisigur á Skautafélagi Reykjavíkur í lokaleik Íslandsmóts karla í íshokkí, Hertz-deildarinnar, í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöld, 7:3.

Þessi lið mætast í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en SA fékk 44 stig og vann fjórtán af  sextán leikjum sínum í deildinni. SR fékk 22 stig og Fjölnir rak lestina með 6 stig.

SA komst í 4:0 og 7:1 áður en SR skoraði tvö síðustu mörkin.

Hafþór Sigrúnarson skoraði tvö mörk fyrir SA, Ingvar Jónsson, Baltasar Hjálmarsson, Pétur Sigurðsson, Jóhann Leifsson og Orri Blöndal eitt hver.

Ævar Arngrímsson, Kári Arnarsson og Heiðar Kristveigarson skoruðu mörk SR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert