Shiffrin slær met Stenmarks

Mikaela Shiffrin.
Mikaela Shiffrin. AFP/Pontus Lundahl

Hin bandaríska Mikaela Shiffrin er orðin sú sigursælasta í sögu alpagreina en hún vann sitt 87. heimsbikarmót í dag.

Shiffrin vann keppni í svigi í Åre í Svíþjóð í dag og sló þar með 34 ára gamalt met Ingemars Stenmarks.

Shiffrin var eðlilega ánægð eftir að hafa slegið metið en sagðist þó enn vera að melta hlutina.

„Ég er enn að átta mig á þessu, þetta er alveg æðislegt. Bróðir minn og mágkona eru hérna, ég vissi ekki að þau ætluðu að koma og það gerir þetta enn skemmtilegra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert