Dagbjartur nældi í silfur í Portúgal

Dagbjartur Daði fékk silfur í dag.
Dagbjartur Daði fékk silfur í dag. Ljósmynd/Mississippi State

Dagbjartur Daði Jónsson úr ÍR, gerði frábærlega á Evrópubikarnum í kastgreinum í Leiria í Portúgal í dag og nældi í silfur í spjótkasti.

Dagbjartur kastaði best 78,56 metra, einungis 10 sentimetrum styttra en Leandro Ramos sem nældi í gullið.

Besta kast Dagbjarts í dag var hans annað kast, en hann kastaði einnig 76,81 metra í fjórða kasti sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert