Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR, öflugasta kúluvarpskona landsins, endaði í sjöunda sæti á bandaríska háskólameistaramótinu NCAA í Albuquerque í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í gærkvöldi.
Erna á Íslandsmetið í greininni en það setti hún 19. febrúar með kasti 17,92 metra. Í gærkvöldi var hennar besta kast 17,59 metrar.
Erna er í Rice-háskólanum í Houston og keppir fyrir hans hönd á mótum vestanhafs. Það var einmitt á einu slíku sem hún setti Íslandsmetið um daginn.