Vigdís Jónsdóttir úr ÍR, fyrrverandi Íslandsmethafi í sleggjukasti, endaði í 10. sæti í B-úrslitum Evrópubikarsins í köstum í Leiria í Portúgal í morgun.
Besta kast Vigdísar í morgun var 62,46 metrar en hún er ný snúin aftur eftir að hafa hætt í sleggjukasti í hálft annað ár.
Vigdís átti Íslandsmetið í greininni þangað til Elísabet Rún Rúnarsdóttir sló það í fyrra. Vigdís hefur best kastað 63,44 metra.