Dick Fosbury, maðurinn sem fann upp þá aðferð að stökkva með bakið á undan sér yfir slána í hástökki, er látinn, 76 ára að aldri. BBC segir frá.
Fosbury gjörbreytti hástökki með aðferð sinni sem kölluð er „Fosbury Flop“, eða Fosbury-stíllinn, en hún skilaði honum gulli í hástökki á Ólympíuleikunum í Mexíkó árið 1968.
Þar sló hann einnig Ólympíumet í hástökki en hann stökk yfir 2,24 metra í þriðju tilraun til þess að vinna gullið.
Ray Schulte, umboðsmaður Fosbury, tilkynnti í dag að Fosbury hefði látist í svefni á sunnudaginn eftir baráttu við eitilkrabbamein.