Keilarinn Arnar Davíð Jónsson tekur þátt í World Series og Bowling sem fram fer í Wauwatosa í Milwaukee í Bandaríkjunum í byrjun apríl mánaðar en mótið er hluti af PBA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi.
Þetta er í annað sinn sem Arnar Davíð keppir á World Series en keppt er um fjóra bikara á tveggja vikna tímabili.
Hann tekur þátt í forkeppni fyrir World Series þar sem 90 keppendur berjast um tíu laus sæti á mótaröðinni en keppir hann átta leiki í forkeppninni.