MMA-kappinn Gunnar Nelson vann Bandaríkjamanninn Bryan Barberena í fyrstu lotu í Lundúnum í kvöld.
Bardaginn fór fram í O2 Arena.
Gunnar átti upprunalega að mæta Daniel Rodriguez frá Bandaríkjunum, en hann meiddist á æfingu og er því ekki klár í slaginn gegn Gunnari.
Gunnar mætti síðast Takashi Sato frá Japan fyrir ári og fagnaði þá sigri, eftir tvö töp í röð.
#UFC286 results: Gunnar Nelson def. Bryan Barberena via submission (armbar) - Round 1, 4:51https://t.co/yjZw2UPIib
— MMAFighting.com (@MMAFighting) March 18, 2023