Mexíkóinn Sergio Pérez byrjar á ráspól í Formúlu 1-kappakstrinum í Jeddah í Sádí Arabíu á morgun.
Pérez var hraðastur í tímatökunni í dag á Red Bull-bílnum sínum en liðsfélagi hans, Max Verstappen, sem var hraðastur á æfingum í gær varð að hætta keppni í annarri tímatöku vegna bilunnar í bílnum.
Charles Leclerc náði næst besta tímanum í tímatökunni í dag en fær tíu sæta refsingu á morgun. Spánverjinn Fernando Alonso mun því byrja annar á morgun. George Russell mun byrja þriðji og Carlos Sainz fjórði en Lewis Hamilton náði sér ekki á strik og byrjar áttundi.
Verstappen mun byrja 15. og verður áhugavert að sjá hversu mikið hann nær að vinna sig upp á morgun.