Thelma Aðalsteinsdóttir og Valgarð Reinhardsson, bæði úr Gerplu, vörðu Íslandsmeistaratitla sína frá því í fyrra í áhaldafimleikum í dag.
Valgarð vann öruggan sigur og sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil. Valgarð sigraði með 77.065 stig. Liðsfélagi hans Martin Bjarni Guðmundsson nældi sér í silfur með 74.565 stig. Rétt á eftir honum í þriðja sæti var það Atli Snær Valgeirsson, einnig úr Gerplu, með 74.231 stig.
Baráttan í kvennaflokki var hörð en að lokum var það eins og fyrr segir Thelma sem bar sigur úr býtum, með 48.400 stig. Jafnar í öðru sæti voru þær Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk og Hildur Maja Guðmundsdóttir úr Gerplu með 47.550 stig.
Unglingafokkur karla
Unglingaflokkur kvenna
Á morgun fara fram úrslit á einstökum áhöldum, þar sem fimm stigahæstu keppendur á hverju áhaldi berjast um Íslandsmeistaratitilinn á áhaldinu.