Íslandsmótinu í áhaldafimleikum lauk í dag þar sem keppt var til úrslita á einstökum áhöldum. Efstu fimm keppendur á hverju áhaldi úr fjölþrautinni í gær unnu sér inn keppnisrétt.
Í kvennaflokki vann Íslandsmeistarinn Thelma Aðalsteinsdóttir, úr Gerplu, á slá, hafnaði í öðru á tvíslá og þriðja á gólfi. Margrét Lea Kristinsdóttir fagnaði einnig góðum árangri en hún vann tvær greinar, á tvíslá og gólfi, og hafnaði í öðru sæti á slá.
Í karlaflokki vann reynsluboltinn og Íslandsmeistarinn Valgarð Reinhardsson tvær greinar, á tvíslá og í svifrá. Ásamt því var hann í öðru sæti á bogahesti.
Úrslitin í heild sinni má sjá hér að neðan:
Úrslit í kvennaflokki:
Verðlaunahafar á stökki:
- sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla
- sæti: Agnes Suto, Gerpla
- sæti: Natalía Dóra S. Rúnarsdóttir, Björk
Verðlaunahafar á tvíslá:
- sæti: Margrét Lea Kristinsdóttir, Björk
- sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla
- sæti: Agnes Suto, Gerpla
Verðlaunahafar á slá:
- sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla
- sæti: Margrét Lea Kristinsdóttir, Björk
- sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla
Verðlaunahafar á gólfi:
- sæti: Margrét Lea Kristinsdóttir, Björk
- sæti: Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla
- sæti: Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerpla
Úrslit í karlaflokki:
Verðlaunahafar á gólfi:
- sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla
- sæti: Martin Bjarni Guðmundsson, Gerpla
- sæti: Ágúst Ingi Davíðsson, Gerpla
Verðlaunahafar á bogahesti:
- sæti: Arnþór Daði Jónasson, Gerpla
- sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla
- sæti: Atli Snær Valgeirsson, Gerpla
Verðlaunahafar á hringjum:
- sæti: Jón Sigurður Gunnarsson, Ármann
- sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla
- sæti: Ágúst Ingi Davíðsson, Gerpla
Verðlaunahafar á stökki:
- sæti: Martin Bjarni Guðmundsson, Gerpla
- sæti: Atli Snær Valgeirsson, Gerplu
- sæti: Jónas Ingi Þórisson, Gerpla
Verðlaunahafar á tvíslá:
- sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla
- sæti: Martin Bjarni Guðmundsson, Gerpla
- sæti: Sigurður Ari Stefánsson, Gerpla
Verðlaunahafar á svifrá:
- sæti: Valgarð Reinhardsson, Gerpla
- sæti: Martin Bjarni Guðmundsson, Gerpla
- sæti: Sigurður Ari Stefánsson, Gerplu
Sigurvegarar í unglingaflokki:
Kvenna
- Stökk: Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Gerpla
- Tvíslá: Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Gerpla
- Slá: Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Gerpla
- Gólf: Kristjana Ósk Ólafsdóttir og Rakel Sara Pétursdóttir, Gerpla
Karla
- Gólf: Ari Freyr Kristinsson, Björk
- Bogahestur: Ari Freyr Kristinsson, Björk
- Hringir: Lúkas Ari Ragnarsson, Björk
- Stökk: Davíð Goði Jóhannsson, Björk
- Tvíslá: Ari Freyr Kristinsson, Björk
- Svifrá: Kári Pálmasson, Gerpla