Skíðakonan Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir hafnaði í þriðja sæti í bruni á alþjóðlegu FIS-stigamóti í Petzen í Austurríki á dögunum.
Hólmfríður Dóra var einungis 1,75 sekúndum á eftir Ilku Stuhec frá Slóveníu sem fagnaði sigri og þá var hún aðeins 0,21 sekúndu á eftir Maryan Gasience-Daniel frá Póllandi sem varð önnur.
Stuhec frá Slóveníu hefur náð bestum árangri allra á árinu þegar horft er til FIS-stiga sem gerir árangur Hólmfríðar enn þá athyglisverðari.
Hólmfríður var á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Peking árið 2022 þar sem hún keppti í svigi, stórsvigi og risasvigi.