Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH synti í dag 200 m fjórsund á glæsilegu nýju íslandsmeti er hann synti á tímanum 2:04,05 mínútur og bætti met Anton Sveins McKee frá árinu 2015. Birnir er aðeins 17 ára gamall.
Hólmar Grétarsson úr SH sigraði með yfirburðum í 1500 m skriðsundi á glæsilegu nýju aldursflokkameti, 16:25,59 mínútur, og tryggði sér um leið lágmark á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í sumar. Gamla metið átti hann sjálfur síðan 23. mars á Ásvallamótinu.
Í 200 m skriðsundi kvenna sigraði Vala Dís Cicero á tímanum 2:05,17 og tryggði sér lágmörk á EMU og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í leiðinni.
Í sama sundi syntu þær Hulda Björg Magnúsdóttir úr Ægi og Ásdís Rán Steindórsdóttir úr Breiðabliki undir lágmarki fyrir Norðurlandameistaramót æskunnar sem fram fer í sumar. Margrét Anna Lapas Breiðabliki tryggði sér einnig slíkt lágmark í 100 m bringusundi í morgun.
Ylfa Lind Kristmannsdóttir synti gríðarlega vel 100 m baksund, en hún sigraði í greininni á tímanum 1:04,64 mínútu og um leið tryggði hún sér lágmark á EM ungmenna, Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, og Norðurlandameistaramót æskunnar.
Freyja Birkisdóttir synti undir lágmarki á EMU þegar hún sigraði í 800 m skriðsundi á tímanum 9:16,65.
Í 4x100 m skriðsundi karla sigraði sveit SH 2 og setti um leið unglingamet á tímanum 3:35,21. Sveitin var skipuð þeim Veigari Hrafni Sigþórssyni, Bergi Fáfni Bjarnasyni, Birni Yngva Guðmundssyni og Birnir Freyr Hálfdánarsyni.
Sveit SH 3 settu aldursflokkamet í sömu grein. Hún synti á tímanum 3:54.97 mínútum og var sveitin skipuð þeim Magnúsi Víði Jónssyni, Karli Björnssyni, Hólmari Grétarssyni og Halldóri Inga Hafþórssyni.
Íslandsmeistarar dagsins:
400 m fjórsund kvenna - Eva Margrét Falsdóttir ÍRB
1500 m skriðsund karla - Hólmar Grétarsson SH
50 m baksund karla - Brynjólfur Óli Karlsson Breiðabliki
200 m skriðsund kvenna - Vala Dís Cicero SH
200 m fjórsund karla - Birnir Freyr Hálfdánarson SH
100 m bringusund kvenna - Birgitta Ingólfsdóttir SH
50 m bringusund karla - Snorri Dagur Einarsson SH
50 m flugsund kvenna - Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH
100 m skriðsund karla - Simon Elías Statkevicius SH
100 m baksund kvenna - Ylfa Lind Kristmannsdóttir Ármanni
200 m flugsund karla - Aron Þór Jónsson Breiðabliki
800 m skriðsund kvenna - Freyja Birkisdóttir Breiðabliki
4x100 m skriðsund karla - Sveit SH 2
4x100 m skriðsund kvenna - Sveit SH 1
Unglingameistarar dagsins:
400 m fjórsund kvenna - Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir ÍRB
1500 m skriðsund karla - Hólmar Grétarsson SH
50 m baksund karla - Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB
200 m skriðsund kvenna - Vala Dís Cicero SH
200 m fjórsund karla - Birnir Freyr Hálfdánarson SH
100 m bringusund kvenna - Margrét Anna Lapas Breiðabliki
50 m bringusund karla - Einar Margeir Ágústsson ÍA
50 m flugsund kvenna - Vala Dís Cicero SH
100 m skriðsund karla - Veigar Hrafn Sigþórsson SH
100 m baksund kvenna - Ylfa Lind Kristmannsdóttir Ármanni
200 m flugsund karla - Bartosz Henke SH
800 m skriðsund kvenna - Freyja Birkisdóttir Breiðabliki