Það er engin leið að hætta

Katla Björg Dagbjartsdóttir á fleygiferð niður brekkuna í stórsviginu á …
Katla Björg Dagbjartsdóttir á fleygiferð niður brekkuna í stórsviginu á Dalvík í gær. Ljósmynd/Guðmundur Jakobsson

„Það var alltaf markmiðið,“ sagði Katla Björg Dagbjartsdóttir, sem varð um helgina tvöfaldur Íslandsmeistari á skíðum, í samtali við Morgunblaðið. Katla sigraði í svigi á laugardag og í stórsvigi í gær á Skíðamóti Íslands. Keppnin fór fram í Böggvisstaðafjalli á Dalvík

Katla, sem keppir fyrir Skíðafélag Akureyrar, var með bestan tíma í báðum ferðum í sviginu, en fjórða besta tímann eftir fyrri ferð í stórsvigi. Glæsileg seinni ferð tryggði henni hins vegar efsta sætið.

„Svigið er meira mín grein en það var mjög ljúft að vinna stórsvigið líka. Þetta byrjaði ekki nógu vel hjá mér í stórsviginu, þar sem fyrri ferðin var slök. Ég tók vitlausa línu og var ekki nógu grimm. Það eru nú tvær ferðir í þessu sporti og seinni ferðin gekk vel í dag (gær),“ sagði Katla og hélt áfram:

„Fyrri dagurinn gekk mjög vel. Báðar ferðir gengu vel upp og það var geggjað. Ég er 100 prósent sátt. Ég hef verið að glíma við meiðsli í vetur og þetta hefur verið erfitt og því er gott að ná þessu í lok tímabils.“

Keppnin átti upprunalega að fara fram í Oddsskarði á Eskifirði og síðan Hlíðarfjalli á Akureyri. Að lokum var keppnin hins vegar færð til Dalvíkur, vegna veðurs.

„Við skíðafólk erum vön því að veður og vindar séu að stjórna þessu hjá okkur. Ég var smá stressuð fyrir stórsviginu, því ég rotaðist hérna í fyrra. Því er ég mjög ánægð að ná að klára tvær ferðir,“ sagði Katla.

Viðtalið við Kötlu má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert