Nú er farinn í hönd eftirlætis árstími minn. Úrslitakeppnin í körfuknattleik er hafin.
Eins og við mátti búast fór hún stórkostlega af stað með mögnuðum sigri Vals á bikarmeisturum Hauka eftir miklar sviptingar í undanúrslitum kvenna á mánudagskvöld, og fræknum útisigri Stjörnunnar á Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í 8-liða úrslitum karla á þriðjudagskvöld.
Tónninn hefur verið gefinn og reikna ég fastlega með því að áfram verði enginn skortur á æsispennandi viðureignum hjá konunum og körlunum, þar með talið í leikjum Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn og Keflavíkur og Tindastóls karlamegin í kvöld, en bakvörður dagsins var skrifaður áður en þeir fóru fram.
Eins skemmtileg og deildakeppnin er breytist einhvern veginn allt þegar í úrslitakeppnina er komið, enda beinlínis um nýja keppni að ræða.
Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.