Vann gull á Norðurlandamótinu í Karate

Verðlaunahafar Íslands.
Verðlaunahafar Íslands. Ljósmynd/Magnús Eyjólfsson

Íslendingurinn Karen Vu bar sigur úr bítum í unglingaflokki í kumite á Norðurlandamótinu í karate í Gautaborg á laugardaginn var. 

Ísland sendi alls 17 keppendur og tvö lið á mótið. Góður árangur náðist, eitt gull, tvö silfur og þrjú brons.

Karen keppti í flokki unglinga undir 48 kg og sigraði þar Finnann Emeliu Lin í úrslitum. Bardaginn var afar jafn og endaði með því að þær voru jafnar að stigum en þar sem Karen hafði verið fyrst til að ná stigi var sigurinn hennar. 

Karen Vu á verðlaunapallinum.
Karen Vu á verðlaunapallinum. Ljósmynd/Magnús Eyjólfsson

Eydís Magnea Friðriksdóttir náði einnig góðum árangri á mótinu en hún hreppti bronsið í kata. Eydís sigraði lettneska keppandann Lönu Nesina í bronsleiknum. 

Davíð Steinn Einarsson keppti í 70 kg og undir flokki í cadet. Davíð sigraði Norðmanninn Johan Jackobsen auðveldlega í fyrstu umferð, 4:0. Hann tapaði svo naumlega fyrir sigurvegara mótsins, Lettanum Leonids Vorozeikins, 1:2 í annarri umferð. 

Davíð sigraði þó Danann Mathias Udahl í bronsleiknum og tryggði sér þriðja sætið á mótinu. 

Að auki þá náðu hópkatalið kvenna, Guðbjörg Birta Sigurðardóttir, Móey María Sigþórsdóttir McClure og Kristrún Bára Guðjónsdóttir, silfri á mótinu. Hópkatalið karla, Samúel Týr Sigþórsson McClure, Tómas Aron Gíslason og Tómas Pálmar Tómasson, fagnaði einnig góðum árangri og hafnaði í þriðja sæti. 

Íslenska hópurinn sem fór á mótið.
Íslenska hópurinn sem fór á mótið. Ljósmynd/Magnús Eyjólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert