Íslensku konurnar á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem nú stendur yfir í Antalya í Tyrklandi luku allar keppni í dag en þá fór fram fyrsti hluti mótsins.
Íslandsmeistarinn Thelma Aðalsteinsdóttir varð efst þeirra með 47.265 stig í 48. sæti, Margrét Lea Kristinsdóttir fékk 45.332 stig í 58. sæti, Hildur Maja Guðmundsdóttir 45.133 stig í 62. sæti og Agnes Suto fékk 43.732 stig í 75. sæti en keppendur í kvennaflokki voru 97 talsins.