YouTube-stjarnan mætir MMA-kappa

Jake Paul í hringnum gegn Tommy Fury í febrúar síðastliðnum.
Jake Paul í hringnum gegn Tommy Fury í febrúar síðastliðnum. AFP/Fayez Nureldine

Jake Paul, YouTube-stjarnan sem hefur undanfarin ár reynt fyrir sér í boxhringnum, mun mæta Nate Diaz, sem keppti um langt árabil í UFC í blönduðum bardagalistum, í hnefaleikabardaga í ágúst næstkomandi.

Paul, sem er með yfir 20 milljón fylgjendur á YouTube, hefur látið vel að sér kveða og unnið sex af sjö atvinnubardögum sínum sem hnefaleikakappi en mátti sætta sig við sitt fyrsta tap í sínum síðasta bardaga, gegn Tommy Fury í febrúar síðastliðnum.

Hann hefur til að mynda áður haft betur gegn fyrrverandi UFC-bardagaköppunum Tyron Woodley og Anderson Silva, þar sem Paul sigraði Woodley í tvígang.

Bardagi Paul og Diaz mun fara fram í Dallas í Texas-fylki í Bandaríkjunum í ágúst. Þyngdartakmarkið verður 84 kílógrömm og verða loturnar átta talsins.

Nate Diaz var sigursæll í UFC.
Nate Diaz var sigursæll í UFC. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert