KA er komið í undanúrslitin á Íslandsmóti karla í blaki eftir öruggan sigur á HK, 3:0, á Akureyri í gærkvöld og Vestri stendur vel að vígi eftir sigur á Þrótti úr Fjarðabyggð, 3:0.
KA vann báða leiki sína gegn HK í fyrstu umferðinni og mætir þar með Aftureldingu í undanúrsliltum þar sem fyrsti leikur verður spilaður í Mosfellsbæ á mánudagskvöldið.
Vestri og Þróttur úr Fjarðabyggð léku fyrri leik sinn að Varmá í Mosfellsbæ í gærkvöld og Vestri vann 3:0. Liðin leika seinni leikinn í Laugardalshöllinni í fyrramálið klukkan 11 og liðið sem fer áfram mætir Hamri í Hveragerði í fyrsta leik í undanúrslitunum á mánudagskvöldið.