Afturelding og Völsungur í undanúrslit

Afturelding er komin í undanúrslit Íslandsmótsins.
Afturelding er komin í undanúrslit Íslandsmótsins. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Afturelding og Völsungur tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki með sigrum í seinni leikjum sínum í fyrstu umferðinni.

Afturelding vann Þrótt úr Fjarðabyggð 3:1 að Varmá eftir að hafa unnið fyrri leikinn í Neskaupstað á sama hátt, 3:1.

Völsungur vann HK á Húsavík, 3:1, og hafði unnið fyrri leikinn í Kópavogi, 3:0.

Þar með liggur fyrir að í undanúrslitum leikur KA við Völsung og Álftanes við Aftureldingu og fara fyrstu leikirnir fram á Akureyri og Álftanesi á þriðjudagskvöldið.

María Rún Karlsdóttir átti stjörnuleik með Aftureldingu gegn Þrótti F. og skoraði 27 stig en Ester Jónsdóttir skoraði 14 stig fyrir Þrótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert