Hafþór Júlíus meiddist illa (myndskeið)

Hafþór Júlíus Björnsson.
Hafþór Júlíus Björnsson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Kraftlyftingakappinn Hafþór Júlíus Björnsson meiddist illa á brjóstvöðva er hann keppti á páskamóti Thor's Power líkamsræktarstöðvarinnar, þar sem hann er eigandi, um helgina.

Um kraftlyftingamót var að ræða sem fór fram í líkamsræktarstöðinni, sem er staðsett við Dalveg í Kópavogi, á laugardag.

Hafþór Júlíus tók sjálfur þátt og reif brjóstvöðva í bekkpressu, eins og sjá má og jafnvel heyra í meðfylgjandi myndskeiði:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert