Meistararnir í úrslit – oddaleikur í Mosfellsbæ

Hamarsmenn eru komnir í úrslit eftir sigur á Vestra.
Hamarsmenn eru komnir í úrslit eftir sigur á Vestra. mbl.is/Óttar Geirsson

Hamar tryggði sér í dag sæti í úrslitum Íslandsmóts karla í blaki með öruggum 3:0-sigri á Vestra á útivelli í öðrum leik einvígisins. Vann Hamar einvígið 2:0.

Hamar vann fyrstu hrinuna 25:19, aðra hrinuna 31:29, eftir upphækkun, og þriðju hrinuna 25:20 og leikinn í leiðinni 3:0. Hamarsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára.

KA tryggði sér oddaleik gegn Aftureldingu með 3:2-sigri í æsispennandi leik á Akureyri. KA vann fyrstu hrinuna 25:18, en Afturelding jafnaði með 25:21-sigri í annarri hrinu.

KA-menn náðu forystunni á ný með 25:22-sigri í þriðju hrinu, en Afturelding jafnaði aftur með 25:19-sigri í fjórðu hrinunni. Réðust úrslitin því í oddahrinu, sem KA vann eftir mikla spennu, 15:13.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert