Öruggur sigur Íslandsmeistaranna

Íris Anna Skúladóttir, Andrea Kolbeinsdóttir og Halldóra Huld Ingvarsdóttir.
Íris Anna Skúladóttir, Andrea Kolbeinsdóttir og Halldóra Huld Ingvarsdóttir. Ljósmynd/Inga Dís

Andrea Kolbeinsdóttir og Hlynur Andrésson fögnuðu sigri í Víðavangshlaupi ÍR sem jafnframt er meistaramót í 5 kílómetra götuhlaupi.

Andrea kom langfyrst í mark í kvennaflokki á tímanum 16:27 mínútum, 59 sekúndum á undan Írisi Önnu Skúladóttur sem varð önnur. Halldóra Huld Ingvarsdóttir varð þriðja á 17:39 mínútum.

Hlynur kom í mark á tímanum 14:52 mínútum en Jökull Bjarkason varð annar á 15:44 og Hlynur Ólafsson þriðji, nokkrum sekúndubrotum á eftir Jökli.

Jökull Bjarkason, Hlynur Andrésson og Hlynur Ólafsson.
Jökull Bjarkason, Hlynur Andrésson og Hlynur Ólafsson. Ljósmynd/Guðmundur Karl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert