KA í úrslit en oddaleikur á Álftanesi

Jóna Margrét Arnarsdóttir úr KA slær boltann gegn Völsungi.
Jóna Margrét Arnarsdóttir úr KA slær boltann gegn Völsungi. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

KA leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki eftir annan sigur á Völsungi í kvöld en Álftanes og Afturelding þurfa að mætast í oddaleik í undanúrslitunum.

KA vann Völsung, 3:0, í öðrum leik liðanna á Húsavík í gærkvöld, eftir að hafa unnið fyrsta leikinn á heimavelli, 3:2. Akureyrarliðið vann hrinurnar 25:15, 25:22 og 25:23.

Afturelding vann Álftanes, 3:0, að Varmá en Álftanes hafði unnið fyrsta leikinn á sínum heimavelli, 3:2. Hrinurnar enduðu 25:23, 25:20 og 26:24, og því um hörkuleik að ræða þó Mosfellingar hafi unnið þær allar.

Stigahæst í liði Álftanes var Sladjana Smiljanic með 16 stig. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru Tinna Rut Þórarinsdóttir með 18 stig og María Rún Karlsdóttir með 15 stig. 

Oddaleikur liðanna fer fram á Álftanesi á mánudagskvöldið en sigurliðið þar mætir KA í fyrsta úrslitaleiknum tveimur dögum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert