KA í úrslit eftir æsispennandi leik

KA-menn eru komnir í úrslitaleikinn.
KA-menn eru komnir í úrslitaleikinn. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

KA er komið í úrslitin á Íslandsmóti karla í blaki eftir sigur á Aftureldingu, 3:2, í oddahrinu í oddaleik liðanna í Mosfellsbæ í dag. Akureyringar munu mæta Hamri í úrslitaleiknum.

Afturelding komst í 2:0 eftir 25:17 og 25:20 sigra í fyrstu og annarri hrinu. KA-menn svöruðu því í þriðju og fjórðu hrinu og unnu þær 27:25 og 25:15 og tryggðu sér oddahrinu.

Þar var KA-liðið sterkara og vann að lokum 15:10 sigur og tryggði sér í úrslitaleikinn með því að vinna einvígið 2:1. 

Í úrslitaleiknum fær KA Íslandsmeistara Hamars sem fóru létt með Vestra í hinum undanúrslitaleiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert