„Ég var sex ára þegar ég byrjaði að æfa karate og það eru tvær ástæður fyrir því,“ sagði karatekonan og dansarinn Helga Kristín Ingólfsdóttir í Dagmálum.
„Ég átti frænku sem var í karate sem ég leit mikið upp til en foreldar mínir vilja meina að ég hafi verið frekar virk og þurft smá aga,“ sagði Helga Kristín.
„Bróðir minn átti að passa mig í Ikea í eitt skiptið og honum fannst lítið mál að líta eftir mér. Ég var hins vegar fljót að týnast og þetta atvik var mjög lýsandi fyrir mig þegar að ég var yngri,“ sagði Helga Kristín meðal annars.