Íslendingarnir þrefaldir meistarar í Danmörku

Íslendingarnir þrír með Danmerkurbikarinn eftir sigurinn gegn Nordenskov.
Íslendingarnir þrír með Danmerkurbikarinn eftir sigurinn gegn Nordenskov. Ljósmynd/Marienlyst Fortuna

Íslendingalið Marienlyst Fortuna er Danmerkurmeistari í blaki karla eftir sigur gegn Nordenskov í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi dönsku deildarinnar á föstudaginn síðasta.

Galdur Máni Davíðsson, Þórarinn Örn Jónsson og Ævarr Freyr Birgisson eru allir í stórumhlutverkum hjá liðinu sem varð einnig bikar- og deildarmeistari á nýliðnu tímabili.

Marienlyst Fortuna vann einvígið 3:0 en leikjunum lauk með 3:2, 3:1 og 3:1-sigri Marienlyst Fortuna.

Ævarr Freyr var á sínu fimmta tímabili með liðinu, Galdur Máni á sínu þriðja og Þórarinn Örn gekk til liðs við félagið síðasta haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert