Skoraði eitt af mörkum tímabilsins (myndskeið)

Matthew Tkachuk fagnar marki sínu í nótt ásamt liðsfélögum sínum.
Matthew Tkachuk fagnar marki sínu í nótt ásamt liðsfélögum sínum. AFP/Joel Auerbach

Matthew Tkachuk skoraði eitt af mörkum tímabilsins fyrir Florida Panthers þegar liðið tók á móti Boston Bruins í 1. umferð úrslitakeppni bandarísku NHL-deildarinnar í íshokkí í nótt.

Leiknum lauk með öruggum sigri Boston, 6:2, en Tkachuk minnkaði muninn fyrir Florida í stöðunni 0:2 seint í öðrum leikhluta.

Markið var einstaklega snoturt, þrátt fyrir að það hafi dugað skammt, en Boston leiðir 3:1 í einvíginu og þarf einn sigur í viðtbót til þess að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum.

Myndband af markinu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert