Hafa forráðamenn HSÍ setið of lengi?

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, fyrir miðju.
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, fyrir miðju. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leit Handknattleikssambands Íslands að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið Íslands hefur verið í meira lagi áhugaverð.

Líkt og Morgunblaðið og mbl.is greindu frá í síðustu viku hefur óeining ríkt innan sambandsins um það hver eigi að taka við liðinu eftir að Guðmundi Þórði Guðmundssyni var óvænt sagt upp störfum í febrúar.

Dagur Sigurðsson, einn af okkar fremstu þjálfurum, steig svo fram í síðustu viku og talaði um þjálfaraleitina sem leikrit. Er hann einn þeirra þriggja sem hafa átt í óformlegum viðræðum við HSÍ um að taka við liðinu.

Ég hef áður sagt mína skoðun á því hver eigi að taka við landsliðinu og það er svo sem óþarfi að tönglast endalaust á því.

Eitt sem ég hef hins vegar ekki tjáð mig neitt sérstaklega um, fyrr en nú, er það að mér finnst persónulega að landsliðsþjálfari Íslands eigi að vera í fullu starfi innan hreyfingarinnar.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert