Íslands- og bikarmeistarar Hamars í blaki karla standa vel að vígi í slagnum um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á KA, 3:1, í fyrsta úrslitaleik liðanna í Hveragerði í kvöld.
Hamarsmenn náðu undirtökunum með því að vinna tvær fyrstu hrinurnar, 25:21 og 25:21, og þeir voru sterkari á lokasprettinum í þeim báðum.
KA-menn komu sér inn í leikinn með þvi að vinna þriðju hrinuna, 25:23, eftir mikið jafnræði þar sem staðan var m.a.a 15:15 og 18:18.
Hamar tryggði sér sigurinn með því að vinna þá fjórðu, 25:20, og var með frumkvæðið allan tímann.
Stigahæstur í liði Hamars var Tamas Magyar með 15 stig en í liði KA var það Miguel Mateo með 28 stig.
Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari og liðin mætast næst á Akureyri á miðvikudaginn í næstu viku. Það líða því átta dagar milli tveggja fyrstu leikjanna.