Inter vann stórslaginn og fer í úrslit

Federico Dimarco fagnar sigurmarkinu.
Federico Dimarco fagnar sigurmarkinu. AFP/Isabella Bonotto

Inter Mílanó tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum ítalska bikarsins í fótbolta með 1:0-heimasigri á Juventus í stórslag. Liðin gerðu 1:1-jafntefli í Tórínó í fyrri leiknum og vann Inter einvígið því samanlagt 2:1.  

Federico Dimarco skoraði sigurmarkið á 15. mínútu, eftir undirbúning hjá Nicoló Barella.

Inter mætir líklega Fiorentina í úrslitaleik, en Fiorentina vann fyrri leik sinn við Cremonese 2:0. Seinni leikurinn fer fram annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert