„Það var ótrúlega gaman að búa hjá þeim og fá að skyggnast aðeins inn í líf handboltamannsins,“ sagði karatekonan og dansarinn Helga Kristín Ingólfsdóttir í Dagmálum.
Helga Kristín, sem er 27 ára gömul, bjó hjá Alexander Peterssyni, fyrrverandi landsliðsmanni, og eiginkonu hans, Eivöru Pálu Blöndal, þegar hún hóf fyrst nám í Nationaltheater í Mannheim.
„Fyrstu vikurnar þarna úti voru erfiðar og þær reyndu á andlega,“ sagði Helga Kristín.
„Ég man eftir augnabliki, þegar að ég var niðurlút á leiðinni upp í herbergi, að þá fékk ég góða peppræðu frá Alexander sem var nákvæmlega það sem ég þurfti á þeim tíma,“ sagði Helga Kristín meðal annars.