„Við vorum 16 dansarar þarna af 13 mismunandi þjóðernum,“ sagði karatekonan og dansarinn Helga Kristín Ingólfsdóttir í Dagmálum.
Helga Kristín, sem er 27 ára gömul, starfaði sem atvinnudansari í tvö ár í Nationaltheater í Mannheim í Þýskalandi frá 2016 til ársins 2018.
„Þarna komu saman margir menningarheimar og það voru alveg ákveðin vandamál sem fylgdu því,“ sagði Helga Kristín.
„Stundum var einhver tónhæð í mér sem var ekki í sömu tónhæð og hjá öðrum sem dæmi.
„Mögulega vantaði eitthvað mannauðsteymi þarna á vegum leikhússins sem hefði verið gott að geta leitað til, þegar upp komu einhver vandamál,“ sagði Helga Kristín meðal annars.